Hilton vill breyta lögum um heimavistarskóla

Paris Hilton ræddi á viðburði í dag um meinta misnotkun sem hún segist hafa orðið fyrir á unglingsaldri.

Hilton styður átak til að breyta lögum um heimavistarskóla fyrir unglinga.

Börn á heimavistarskólum beitt ofbeldi

Hilton hefur nú mánuðum saman staðið í baráttu fyrir verndun unglinga og endurbótum á heima­vist­ar­skólum fyrir vandræðaunglinga.

Á viðburði sem haldinn var í Washington DC talaði Hilton um nýtt þingfrumvarp. Hún segir að frumvarpið muni tryggja réttindi ungmenna sem dvelja á heima­vist­ar­skólum og hvatti þingmenn og Joe Biden forseta til að samþykkja það.

BBC greinir frá.

Á hverjum degi í Ameríku eru börn á heima­vist­ar­skóum beitt líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi í Ameríku. Börn deyja jafnvel af hendi þeirra sem bera ábyrgð á umönnun þeirra,“ sagði Hilton.

Í ræðu sinni greindi Hilton frá því að hún ætti enn í erfiðleikum með svefn vegna áfallastreituröskunar sem hún glímdi við þegar hún dvaldi í heima­vist­ar­skóli sem unglingur.

Hún segist hafa orðið fyrir líkamsárás, látin taka lyf og sett í einangrun sem átti að breyta hegðun hennar.

Paris Hilton ræddi erfið mál í Washington DC.
Paris Hilton ræddi erfið mál í Washington DC. AFP
mbl.is