Greiddi tæpan milljarð fyrir „Stóra Jón“

Beinagrind nashyrningseðlunnar.
Beinagrind nashyrningseðlunnar. AFP

Stærsta beinagrind nashyrningseðlu sem hefur fundist í heiminum seldist fyrir 6,6 milljónir evra á uppboði í dag, eða um 990 milljónir króna.

Beinagrindin, sem er átta metra löng, kallast „Big John“, eða „Stóri Jón“, og er 66 milljón ára gömul.

Það var bandarískur safnari sem keypti hana á uppboði hjá franska uppboðshaldaranum Drouot.

Lokaverðið, 5,5 milljónir evra fyrir utan þóknanir, var mun hærra en þær 1,5 milljónir evra sem talið var að beinagrindin færi á, eða um 225 milljónir króna.

Kona og drengur ganga framhjá galleríi þar sem nashyrningseðlan var …
Kona og drengur ganga framhjá galleríi þar sem nashyrningseðlan var til sýnis fram að uppboðinu. AFP
mbl.is