Trump opnar sinn eigin samfélagsmiðil

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt um áform sín um að setja á fót nýjan samfélagsmiðil, sem mun heita TRUTH Social, sem mætti þýða á íslensku sem Sannleikssamfélagið. 

Sagði hann að vettvangurinn myndi „standa upp í hárinu á risatæknifyrirtækjum“ og sakaði þau um þöggunartilburði.

Samfélagsmiðlar gegndu lykilhlutverki í framboði Trump til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna og nýtti hann sér þá óspart til að koma sínum skilaboðum á framfæri sem forseti. Trump var bannaður á Twitter og Facebook eftir að stuðningsmenn hans réðust inn í þinghús Bandaríkjanna í janúar.

Verður aðeins fyrir boðsgesti

Samfélagsmiðlafyrirtæki voru undir þrýstingi allan forsetatíð Trump að banna hann, eða takmarka efni frá honum, þar sem færslur hans voru taldar sem móðgandi, ögrandi eða svívirðilegar.

Framtakið er talið styrkja getgátum um að Trump hafi í hyggju að bjóða sig fram að nýju sem forseti Bandaríkjanna árið 2024. 

Samkvæmt tilkynningu Trumps, fer miðillinn í loftið í nóvemvber og verður aðeins fyrir boðsgesti, til að byrja með. Þegar er hægt að forpanta forritið í App Store  Apple tækjum.

Samfélagsmiðill Trump mun kallast TRUTH, eða sannleikur.
Samfélagsmiðill Trump mun kallast TRUTH, eða sannleikur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert