Delta plús gæti verið meira smitandi

Frá sýnatöku í Kína.
Frá sýnatöku í Kína. AFP

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem kallað er „Delta-plús“ gæti átt auðveldara með að smitast á milli fólks en fyrra Delta-afbrigðið, sem hefur knúið kórónuveirufaraldurinn áfram að undanförnu. 

Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands hefur fært afbrigðið upp um áhættuflokk og er afbrigðið nú í rannsókn. 

Enn hafa engin gögn verið sett fram sem sýna að Delta-plús valdi alvarlegri veikindum en fyrra Delta-afbrigðið. 

Þá eru vísindamenn sannfærðir um að þau bóluefni sem hafa verið samþykkt verndi fólk vel fyrir Delta-plús.

Fyrsta Delta-afbrigðið er enn ábyrgt fyrir flestum kórónuveirusmitum í Bretlandi en Delta-plús tilvikum hefur fjölgað. Um 6% smita sem nú eru virk í Bretlandi eru af Delta-plús afbrigðinu. 

Frétt BBC

mbl.is