Gaf heimabænum rúma sjö milljarða króna

Gular Fisherman's Friend hálstöflur.
Gular Fisherman's Friend hálstöflur.

Kaupsýslukonan Doreen Lofthouse sendi heimabænum sínum hlýjar kveðjur eftir að hún lést. Kveðjur í formi verulega hárrar peningaupphæðar. 

Lofthouse lést í mars síðastliðnum, þá 91 árs gömul, og renna allir fjármunir hennar til góðgerðasamtaka í hennar nafni sem hafa það að markmiði að blása lífi í heimabæ hennar Fleetwood í Bretlandi. 

BBC greinir frá.

Fjármunirnir sem fyrrnefnd góðgerðarsamtök, Lofthouse Foundation, fengu frá Lofthouse nema 41,4 milljónum punda, eða því sem nemur um 7,3 milljörðum íslenskra króna.

Lofthouse auðgaðist á hóstasælgætinu Fisherman's Friend sem James Lofthouse lyfjafræðingur, sem var frá Fleetwood, fann upp eftir að hafa staðið á snakki við sjómenn sem voru svo rámir að þeir gátu varla sagt honum frá veiðum dagsins. Það var árið 1865 og hefur fjölskyldufyrirtækið síðan þá vaxið mikið og framleiðir nú um fimm milljarða hálsbrjóstsykra árlega. 

Bæjarráð Fleetwood segir gjöfina frá Doreen Lofthouse „ótrúlega.“+

mbl.is