Gekk á svið og löðrungaði nýjan ríkisstjóra

Árásarmaðurinn í þann mund sem hann slær til nýja ríkisstjórans.
Árásarmaðurinn í þann mund sem hann slær til nýja ríkisstjórans. Skjáskot/AFP

Írönsk yfirvöld rannsaka nú líkamsrárás gegn nýjum ríkisstjóra Aust­ur-Aserbaídsjan-héraðs. Í myndbandi af atvikinu sést maður ganga á svið og löðrunga verðandi embættismanninn Abedin Khoram þéttingsfast, í þann mund sem Kohram ætlaði að halda ræðu.

Öryggisverðir brugðust skjótt við og vísuðu árásarmanninum út úr salnum. 

Samkvæmt írönsku fréttastöðinni IRNA var þetta í fyrsta sinn sem ríkisstjórinn kom fram opinberlega síðan hann var skipaður af forseta Írans, Ebrahim Raisi, á sunnudag.

mbl.is