Sambærilegt falli Pablos Escobars

Hermenn í Kólumbíska hernum og lögreglumenn með Otoniel.
Hermenn í Kólumbíska hernum og lögreglumenn með Otoniel. AFP

Einn alræmdasti eiturlyfjabarónn Kólumbíu og leiðtogi stærstu glæpasamtaka landsins hefur verið handsamaður. Maðurinn heitir Dairo Antonio Úsuga en er þekktur undir nafninu Otoniel. 

Otoniel var handsamaður í sameiginlegum aðgerðum kólumbíska hersins, flughersins og lögreglu í gær. 

Ríkisstjórn Kólumbíu hafði boðið hverjum þeim sem gæti veitt upplýsingar um það hvar Otoniel væri 800.000 Bandaríkjadali eða það sem nemur rúmum 103 milljónum íslenskra króna. Þá höfðu Bandarísk stjórnvöld boðið enn hærri fjárhæð. 

Iván Duque, forseti Kólumbíu, fagnaði handtökunni í gær. 

„Þetta er stærsta högg sem eiturlyfjasmyglarar í landinu okkar hafa orðið fyrir á þessari öld. Þetta högg er einungis sambærilegt falli Pablos Escobars á tíunda áratugnum.“

Otoniel var handtekinn þar sem hann var í felum í Antioquia héraði í norðvesturhluta Kólumbíu, skammt frá landamærum Panama.

Einn lögreglumaður var drepinn við handtökuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert