Dánarorsök Laundrie óstaðfest

Dánarorsök Brian Laundrie er óstaðfest.
Dánarorsök Brian Laundrie er óstaðfest. AFP

Líkamsleifar Brians Laundrie hafa nú verið sendar til mannfræðings til frekara mats eftir að niðurstaða krufningar reyndist ófullnægjandi. 

NBC News greinir frá.

Lík­ams­leif­ar Laundrie fundust í Flórída í síðustu viku. Hann var grunaður um að hafa myrt fyrr­ver­andi unn­ustu sína, Gabby Pe­tito.

Lögfræðingur fjölskyldunnar gat ekki sagt til um hvenær mannfræðingurinn myndi ljúka mati sínu á líkamsleifum Laundrie.

mbl.is