Magn gróðurhúsalofttegunda nær nýjum hæðum

Mælingar sýna að aukningin heldur áfram á þessu ári.
Mælingar sýna að aukningin heldur áfram á þessu ári. AFP

Magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á síðastliðnu ári, samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofnuninni (WMO), en fjallað verður um þessa þróun á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) sem fer fram í nóvember. AFP-fréttastofan greinir frá.

Mælingar síðasta árs sýna að magnið fór yfir meðaltal síðustu tíu ára þar á undan og svo virðist sem aukningin haldi áfram á þessu ári.

WMO segir að þrátt fyrir að hægst hafi töluvert á efnahagslífinu í Covid-faraldrinum og dregið hafi úr útblæstri í skamman tíma, hafi það ekki haft merkjanleg áhrif á magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu og aukningu þeirra. Með þessu áframhaldi muni hlýnun jarðar halda áfram.

mbl.is