Mótefnasvörunin meiri hjá 6 til 11 ára

Moderna hefur þó ekki birt nánari upplýsingar eða tölfræði úr …
Moderna hefur þó ekki birt nánari upplýsingar eða tölfræði úr þessum prófunum, en ofangreindar niðurstöður voru kynntar í dag. AFP

Bóluefnið frá Moderna við Covid-19 veirunni er öruggt og kallar fram öfluga mótefnasvörun hjá börnum á aldrinum sex til ellefu ára, að því er kemur fram í tilkynningu frá lyfjafyrirtækinu. 

Niðurstöður úr prófunum, sem Moderna hefur staðið fyrir, sýna fram á að mánuði eftir fulla bólusetningu með bólefninu hafi börnin sýnt 1,5 sinnum meiri mótefnasvörun en unglingar gerðu gegn þessu sama efni. 

Moderna hefur þó ekki birt nánari upplýsingar eða tölfræði úr þessum prófunum, en ofangreindar niðurstöður voru kynntar í dag.

Á morgun mun lyfja og matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefja vinnu við yfirferð gagna frá Pfizer-BioNTech, sem hafa sótt um leyfi til þess að gefa bóluefnið sitt börnum á aldrinum fimm til ellefu ára. 

Meiri mótefnasvörun, minni skammtur

Prófanir Moderna fóru þannig fram að gefnar voru tvær sprautur með 28 daga millibili, en hvor skammtur var aðeins helmingur af skammti fyrir fullorðna einstaklinga. Þýðið voru 4,753 börn.

Aukaverkanir sem börnin upplifðu voru að mestu vægar. Þá var algengast að börnin upplifðu þreytu, hausverk, hita og verk í handlegginn, þar sem þau fengu sprautuna. 

Moderna segir að óháð nefnd muni núna fylgjast með öryggi barnanna sem tóku þátt í prófununum, í tólf mánuði eftir seinni skammtinn. 

Þá er fyrirtækið einnig byrjað að safna saman þátttakendum sem eru tveggja og hálfs árs eða yngri, til þess að framkvæma prófanir á þeim aldurshópi. Þetta kemur fram í grein New York Times. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert