Funda um bólusetningu 5-11 ára barna

Pfizer segir að hægt sé að gefa börnum á aldrinum …
Pfizer segir að hægt sé að gefa börnum á aldrinum 5-11 ára þriðjung þess magns bóluefnis sem fullorðnir fá með 90,7% virkni. AFP

Ráðgjafar bandarískra stjórnvalda á sviði heilbrigðismála munu koma saman til fundar í dag og ræða hvort vert sé að veita bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni bráðaleyfi fyrir börn á aldrinum 5-11 ára.

Ef ráðgjafarnir taka afstöðu með þeirri ráðstöfun, eins og líklegt er talið, getur bráðaleyfið fengist innan nokkurra vikna.

Þannig yrðu þá 28 milljónir barna um gervöll Bandaríkin gjaldgeng í bólusetningu. Bóluefni Pfizer er nú víða gefið börnum 12 ára og eldri, meðal annars hér á landi.

Er ávinningurinn meiri en möguleg áhætta?

Það sem ráðgjafarnir verða að taka afstöðu til er hvort ávinningur af bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára sé meiri en mögulegar aukaverkanir.

Meðal þeirra gagna sem ráðgjafarnir eru sagðir munu taka mið af er greining Pfizer á því að 10 mg sprauta, í stað 30 mg sprautu sem fullorðnum er gefið, veiti 90,7% vörn. Af slíkri bólusetningu urðu engar alvarlegar afleiðingar, að því er fram kom í rannsóknum lyfjaframleiðandans.

Alls hafa 160 börn á aldrinum 5-11 ára látist vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum, aðeins örlítið hlutfall þeirra 730 þúsund barna sem smitast hafa.

mbl.is

Bloggað um fréttina