Leyfa bólusetningar fyrir 5 til 11 ára

Bandarísk stjórnvöld munu bólusetja börn á aldrinum 5 til 11 …
Bandarísk stjórnvöld munu bólusetja börn á aldrinum 5 til 11 ára með Pfizer. AFP

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að heimila bólusetningu barna á aldrinum 5 til 11 ára með bóluefni Pfizer og hafa sérfræðingar Lyfja- og matvælastofnunar Bandaríkjanna (FDA) lagt blessun sína yfir ákvörðunina. BBC greinir frá.

Í september síðastliðnum gaf bóluefnaframleiðandinn Pfizer út að gögn fyrirtækisins bentu til þess að öruggt væri að bólusetja þennan aldurshóp.

Bandarísk stjórnvöld hafa þegar heimilað bólusetningar 12 ára barna og eldri, sem eru um 28 milljónir í Bandaríkjunum.

Fá minna magn af bóluefninu

Lyfja- og matvælastofnun þurfti að vega og meta kosti þess og galla, að heimila bólusetninga barna á aldrinum 5 til 11 ára en gögn hafa bent til þess að bólusetningin kalli fram sterkt mótefnasvar í börnum á þessum aldri – því verður þeim aðeins gefinn þriðjungur af þeim skammti sem fullorðnir fá.

Alls hafa 160 börn á aldrinum 5 til 11 ára í látist í Bandaríkjunum af völdum Covid-19, en yfir 5.000 hafa þá fengið alvarlegan bólgusjúkdóm sem má rekja til Covid-19 sýkingar, sem 46 börn hafa látist af.

mbl.is