Telja hina týndu hafa látið lífið

Viðbragðsaðilar telja afar ólíklegt að einstaklingarnir þrír finnist á lífi.
Viðbragðsaðilar telja afar ólíklegt að einstaklingarnir þrír finnist á lífi. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Norska lögreglan ákvað í gærkvöldi að draga úr umfangi leitar að einstaklingunum þremur sem týndust í Hörlandsfylki í Vestur-Noregi á sunnudagskvöldið síðastliðið. Afar ólíklegt er að þeir finnist á lífi, að því er norska ríkisútvarpið greinir frá.

Lögreglan nafngreindi einstaklinganna þrjá í dag en þeir eru Kjell Arne Pedersen, 64 ára, Nils Johan Bårdsen, 72 ára og Ruth Wathne, 86 ára.

Hópurinn sást síðast í árabát við straummikla á á sunnudagskvöldið síðastliðið. Að sögn vitna, sem fylgdust með för bátsins, greip straumur bátinn og færði hann í átt að stíflu.

Óttast er að fólkið hafi fallið útbyrðis þar sem mikið rennsli er í ánni og hefur viðamikil leit að þeim staðið yfir síðan á sunnudag.

Í gær fundu björgunarmenn grænan bát og árar sem þeir telja að tengist slysinu. Nálægt bátnum fannst einnig fatnaður.

Leitaraðstæður á svæðinu eru sagðar mjög erfiðar en leit að líkum hinna týndu heldur áfram í dag, að sögn norsku lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert