12 milljónir barna hrædd við að fara í skóla

Vopnaðir menn í norðvestur- og miðhluta Nígeríu hafa í auknum …
Vopnaðir menn í norðvestur- og miðhluta Nígeríu hafa í auknum mæli gert skólasamfélög að skotmarki og rænt yfir 1.000 nemendum síðan í desember. AFP

Forseti Nígeríu, Muhammadu Buhari, sagði að 12 milljónir barna séu hrædd við að fara í skóla í landinu, þar sem jihadistar og þungvopnaðir glæpamenn hafa rænt hundruðum nemenda fyrir lausnargjald.

Fyrsta fjölda skólamannránið sem var framið í fjölmennasta ríki Afríku var í norðausturhluta Afríku árið 2014, þegar Boko Haram jihadistar hrifsuðu 276 stúlkur frá Chibok og hrundu af stað alþjóðlegri herferð sem kallast #BringBackOurGirls, eða Færið okkur stúlkurnar okkar.

Síðan þá hafa árásum í skólum fjölgað og þær breiðst út um norðurhluta landsins, sagði Buhari þar sem hann ávarpaði ráðstefnu um öryggi í menntun í höfuðborginni Abuja á þriðjudag.

Skólasamfélög skotmark ræningja

Vopnaðir menn í norðvestur- og miðhluta Nígeríu hafa í auknum mæli gert skólasamfélög að skotmarki og rænt yfir 1.000 nemendum síðan í desember.

„Þar af leiðandi eru meira en tólf milljónir barna hrædd við að fara í skóla,“ sagði Buhari.

Sérfræðingar vara við því að ungar stúlkur sem fara snemma úr skóla eiga í hættu á að vera giftar. Barnaheill - Save the Children gáfu út fyrr í þessu mánuði að áætlað sé að 44 prósent stúlkna í Nígerí séu giftar fyrir 18 ára afmæli sitt, sem er eitt hæsta hlutfall barnabrúðkaupa í heiminum.

Flestum nemendum sem er rænt er sleppt eftir samningaviðræður við ræningjana, þó segir Buhari að áfallið af atvikinu er gríðarlega mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert