Alvarlegur vandi í Bangladess

Sérfræðingar segja að allt stefni í að Bangladess, þar sem um 170 milljónir manna búa, verði sá staður þar sem flest fólk þarf að yfirgefa heimili sín í mannkynssögunni vegna loftslagsvárinnar.

Yfirborð sjávar hefur hækkað um 20 sentímetra frá 1900 og gæti hækkað tvisvar til fjórum sinnum meira undir lok þessarar aldar. Fer það eftir því hvernig mannkyninu gengur að draga úr kolefnismengun, að sögn vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert