Forsætisráðherra uppvís um stórfelldan ritstuld

Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar.
Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar. AFP

Forsætisráðherra Lúxemborgar, Xavier Bettel, viðurkenndi í dag að hann hefði átt að bregðast við ásökunum um ritstuld af meiri hógværð.

Hann var nýverið sakaður um að hafa „stolið“ um þremur fjórðu hlutum lokaritgerðar sinnar í háskólanum í Nancy í Frakklandi.

Í yfirlýsingu í kjölfar ásakananna sagði Bettel að þetta hafi verið fyrir „rúmlega 20 árum“ og að hann hafi skrifað umrædda ritgerð „með hreinni samvisku“.

Hann sagði þó í dag að hann hefði e.t.v. átt að orða viðbrögð sín öðruvísi.

„Ég sé í dag að ég hefði getað – já, hefði átt að – orða yfirlýsinga mína öðruvísi,“ viðurkenndi Bettel.

Hann segir að það sé nú háskólans í Nancy að ákvarða hvort ritgerð hans uppfylli skilyrði um lokaverkerfi og segist Bettel að hann muni una niðurstöðu skólans hver sem hún verður.

Ritstuldarmál hafa verið í brennidepli að undanförnu á meginlandi Evrópu og er Bettel aðeins einn í röð stjórnmálamanna sem þurfa að svara fyrir ásakanir um ritstuld.

Þannig varð fjölskyldumálaráðherra Þýskalands, Franziska Giffey, að víkja úr embætti sínu í maí síðastliðnum þegar upp komst að stór hluti doktorsverkefnis hennar byggði á ritstuldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert