Segist búast við að hitta Biden

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist búast við að hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow sem hefst næsta sunnudag, að því er fram kemur í tyrkneskum fjölmiðlum í dag.

Hvíta húsið birti áætlun Biden á G20 leiðtogafundinum í Róm um helgina, en á þeirri áætlun var ekki fundur með Tyrklandsforseta.

„Dagskrá Rómar og Glasgow virðist hafa breyst,“ er haft eftir Erdogan. „Við hittumst líklega í Glasgow í stað Rómar.“

Annar fundur leiðtoganna tveggja

Fundurinn, sem verður annar fundur leiðtoganna tveggja síðan Biden var kjörinn forseti, kemur í kjölfar þess að Tyrkir fara fram á skaðabætur eftir að Washington rak Tyrki út úr F-35 orrustuþotuáætlun sinni til að kaupa rússneskt eldflaugavarnarkerfi.

Fundurinn kemur einnig í kjölfar hótunar Erdogan um að reka sendiherra Bandaríkjanna, ásamt níu öðrum sendiherrum vestrænna ríkja úr landi vegna stuðnings þeirra við fangelsaðan stjórnarandstöðuleiðtoga í Tyrklandi.

Hann hefur þó dregið hótunina til baka eftir að sendiráðin gáfu út yfirlýsingar þar var heitið því að halda sig utan innanríkismála Tyrklands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert