Saka olíufélögin um blekkingar

Bandaríska þinghúsið í Washington.
Bandaríska þinghúsið í Washington. AFP

Æðstu stjórnendur helstu olíufyrirtækja Bandaríkjanna sitja nú fyrir svörum Bandaríkjaþings, en félögin hafa verið sökuð um afvegleiða almenning í umræðu um loftslagsvá. Þingmenn úr röðum demókrata hafa sakað stjórnendur fyrirtækjanna um að hafa neitað því áratugum saman að þeirra vörur hafi haft áhrif á hlýnun jarðar. 

Í opnunarávörpum sínum fórum stjórnendurnir yfir þær aðgerðir sem fyrirtækin hafa gripið til til að sporna gegn þróuninni. Michael Wirth, forstjóri Chevron, hafnaði því alfarið að félagið hafði tekið þátt í að dreifa vísvitandi röngum upplýsingum um loftslagsmál. Hann sagði m.a. aðloftslagsbreytingar væru að eiga sér stað.

Carolyn Maloney stýrir fundinum.
Carolyn Maloney stýrir fundinum. AFP

„Á meðan viðhorf okkar gagnvart loftslagsbreytingum hefur verið að breytast í tímanna rás, þá eru öll ummæli um að Chevron eigi þátt í að dreifa falsupplýsingum og afvegaleiða almenning varðandi þessi flóknu mál einfaldlega röng.“

Carolyn Maloney, sem er formaður eftirlisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem fer fyrir fundinum, spurði m.a. hvort forstjórarnir væru ósammála þeirri fullyrðingu að „loftslagsbreytingar ógni tilveru mannkyns“. Engin svör bárust og lét Maloney því eftirfarandi ummæli falla: „Þannig að sannleikurinn er öllum ljós.“

Meðal þess sem hefur verið rætt m á fundinum er upptaka þar sem Keith McCoy, sem er hagsmunavörður ExxonMobil, þar sem hann viðurkennir fyrr á þessu ári að félagið hefði beitt sér gegn loftslagsvísindum árum saman. 

Michael Wirth.
Michael Wirth. AFP

Maloney sagði við Darren Woods, forstjóra Exxon, að hún hefði orðið fyrir vonbrigðum með hans málflutning við þinghaldið. Hún benti honum á að árið 1994 hefðu yfirmenn tóbaksfyrirtækja logið að Bandaríkjaþingi og í framhaldinu fengið að gjalda fyrir það. 

„Ég var að vona að þú myndir ekki vera eins og tóbaksiðnaðurinn og segja ósatt um þetta,“ sagði hún. 

Woods hélt uppi vörnum fyrir fyrirtækið og sagði að skilaboð Exxon og rannsóknir hefðu verið í takti við almenna þekkingu manna á loftslagsmálum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert