Squid Game-búningar vinsælir fyrir hrekkjavöku

Hrekkjavakan er á næsta leiti og í ár hafa búningar sem tengjast sjónvarpsþáttunum vinsælu Squid Game selst eins og heitar lummur vestanhafs.

Í versluninni Abacradabra í New York seldust smokkfisksgallar upp á nokkrum dögum.

Þessir ofbeldisfullu sjónvarpsþættir hafa slegið í gegn um heim allan. 142 milljónir manna horfði á hann fyrsta mánuðinn þeirra í sýningu á Netflix.

Enginn þáttur í sögu streymisveitunnar hefur farið betur af stað.

mbl.is