Tugir ákærðir vegna Black Lives Matter mótmæla

Dauði George Floyds vakti mikla reiði og leiddi til mikillar …
Dauði George Floyds vakti mikla reiði og leiddi til mikillar Black Lives Matter-mótbælabylgju. AFP

Sænskir saksóknarar gáfu út í dag að verið væri að ákæra tugi manna fyrir ofbeldisfullt uppþot sem braust út eftir friðsamleg mótmæli Black Lives Matter í fyrra.

Þúsundir söfnuðust saman í Gautaborg í júní 2020 og fóru mótmælin rólega fram að sögn yfirvalda. Er mótmælunum var slitið af skipuleggjendum hélt mikill fjöldi áfram að ganga og er komið var á almenningstorg í miðri borginni versnaði ástandið.

Sænska ákæruvaldið sagði í dag að 36 manns hefðu verið ákærðir fyrir atvikið.

Sönnunargögn úr búkmyndavélum lögreglu

„Ofbeldið var aðallega af hálfu mannfjöldans sem hélt mótmælunum áfram, fólk sparkaði, barði og kastaði grjóti ásamt öðrum hlutum í lögreglu og faratæki þeirra,“ sagði ríkissaksóknari Elisabeth Trouve í yfirlýsingu.

Meðal ákæra eru ofbeldisfullar óeirðir, skemmdarverk á lögreglubílum, ofbeldi gegn lögreglumönnum og líkamsárásir.

Mikið af sönnunargögnum var fengið úr myndböndum frá búkmyndavélum lögreglunnar, drónum, af myndum teknum af almenningi og eftirlitsmyndavélum.

Höfðu hlotið sænsk mannréttindaverðlaun

Mannréttindahreyf­ing­in, sem varð til í Banda­ríkj­un­um árið 2013, tók mik­inn kipp í maí á síðasta ári eft­ir að hvítur lögreglumaður myrti Geor­ge Floyd, sem var svart­ur, með því að krjúpa  ofan á hálsi hans í átta mín­út­ur. Hreyfingin varð fljótt alþjóðleg þar sem milljónir tóku þátt í mótmælum víðsvegar um allan heim.

Þá höfðu sam­tök­in Black Li­ves Matter Global Network Foundati­on hlotið sænsk mann­rétt­inda­verðlaun sem kennd eru við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, Olof Palme, fyrr á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert