Katrín og Boris heilsast með virktum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Boris Johnson, kollegi hennar frá Bretlandi, …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Boris Johnson, kollegi hennar frá Bretlandi, heilsast, að því er virðist að austurlenskum sið, á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í dag. AFP

Það virðist hafa farið vel á með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, við setningu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, í Glasgow í Skotlandi í dag. 

Á myndum sem ljósmyndarar AFP tóku af kollegunum tveimur heilsuðust þau ýmist með olnbogahandabandi, eins og vel hefur þekkst í heimsfaraldrinum, eða, að því er virðist, að austurlenskum sið. 

Klest'ann!
Klest'ann! AFP

Íslendingar fjölmenna

Katrín flytur á morgun erindi á leiðtogaráðstefnu Loftslagssamningsins og hægt verður að fylgjast með í beinu streymi, eins og segir í tilkynningu þar um á vef Stjórnarráðsins.

Auk forsætisráðherra sækir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, ráðstefnuna síðar í vikunni og tekur þátt í hliðarviðburðum tengdum orkumálum.

Þá verður Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, viðstaddur seinni viku ráðstefnunnar. Hann mun taka þátt í hliðarviðburðum og tvíhliða fundum, m.a. um vernd og endurheimt votlendis, um súrnun sjávar og um alþjóðlegan samning sem unnið er að um loftslagsmál, viðskipti og sjálfbærni. 

Boris Johnson og Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, ásamt Katrínu, …
Boris Johnson og Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, ásamt Katrínu, sem virðist vera að útskýra eitt og annað fyrir aðalritaranum. AFP
Skæri, blað, steinn!
Skæri, blað, steinn! AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert