Þungunarrofslöggjöf Texas fyrir hæstarétt í dag

Þungunarrofi mótmælt fyrir framan byggingu hæstaréttar Bandaríkjanna í október.
Þungunarrofi mótmælt fyrir framan byggingu hæstaréttar Bandaríkjanna í október. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna fjallar í dag um nýja þungunarrofslöggjöf Texas sem takmarka verulega aðgengi að þungunarrofi og hafa hleypt af stað harðri baráttu um frelsi kvenna til sjálfsákvörðunar í Bandaríkjunum.

Hæstiréttur Bandaríkjanna er skipaður níu dómurum og eru sex þeirra taldir nokkuð eða verulega íhaldssamir. 

Klukkan 14 í dag á íslenskum tíma, mun dómstóllinn hlýða á tveggja klukkustunda málflutning aðila hvorrar hliðar málsins. 

Löggjöfin umdeilda bannar þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu þar sem engar undanþágur eru veittar vegna nauðgana eða sifjaspella. Löggjöfin er sú strangasta í Bandaríkjunum. 

Texas, næststærsta ríki Bandaríkjanna, er annar aðili deilnanna en hinn er dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, undir stjórn ríkisstjórnar Joe Bidens, og bandalagi nokkurra heilbrigðisstofnanna sem framkvæma þungunarrof, sem segja löggjöfina í beinu ósamræmi við stjórnarskrá landsins. 

Biden var meðal þeirra sem gagnrýndu hæstarétt fyrir að hafa ekki stöðvað framgang laganna áður en þau tóku gildi 1. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert