Segjast hafa drepið 115 uppreisnarmenn

Vígamenn sem eru hliðhollir stjórnvöldum ræða saman.
Vígamenn sem eru hliðhollir stjórnvöldum ræða saman. AFP

Sádar og bandamenn þeirra í Jemen segjast hafa drepið 145 uppreisnarmenn úr röðum húta síðastliðinn sólarhring í loftárásum skammt frá borginni Marib.

Borgin er síðasta vígi hersveita sem eru hliðhollar stjórnvöldum í norðurhluta landsins.

„Fjórtán farartæki hersins voru eyðilögð og yfir 115 uppreisnarmenn voru drepnir,“ sagði opinber fréttastofa Sáda, en átökin hafa staðið yfir undanfarin sjö ár.  

Uppreisnarmaður úr röðum húta.
Uppreisnarmaður úr röðum húta. AFP

Bandalagsherinn, sem styður ríkisstjórn Jemens sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar, hefur efnt til daglegra loftárás við Marib síðustu þrjár vikurnar og segist hafa valdið uppreisnarmönnum húta, sem eru studdir af Íran, miklum skaða. Herinn segist hafa drepið um 2.300 uppreisnarmenn á svæðinu síðan 11. október.

Hútar réðust í mikla herferð í febrúar til að ná völdum í Marib. Eftir hlé hófst sóknin á nýjan leik í september.

Eldur logar í skriðdreka bandalagshersins á þessari mynd frá hútum.
Eldur logar í skriðdreka bandalagshersins á þessari mynd frá hútum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert