Þáði ráð ráðuneytisstjórans

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að hún hafi stillt símann sinn þannig að hann eyði SMS-skilaboðum 30 dögum eftir viðtöku þeirra. Það hafi hún gert sumarið 2020 sem er áður en ríkisstjórn hennar fyrirskipaði að öllum minkum í Danmörku yrði lógað og áður en rannsóknarnefnd um málið var sett á fót. Sú nefnd krefur hana nú um skilaboð um ákvörðunina.

Getur ekki afhent gögn

Forsætisráðherrann hefur sætt gagnrýni af rannsóknarnefnd um málið þar sem hún hefur ekki skilað afriti af samskiptum milli hennar og ráðgjafa hennar sem fóru fram í gegnum SMS. Ákvörðunin um að lóga öllum minkum reyndist skorta lagaheimild en landbúnaðarráðherra Danmerkur sagði af sér í kjölfar hennar. 

Nefndin krefur Mette nú um samskipti hennar og ráðgjafa hennar um ákvörðunina en Mette segir þau horfin í tunnu tækninnar. 

Mette sagði á fundi kvöldsins að ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, Barbara Bertelsen, hafi ráðlagt henni að stilla símann á þann veg að hann eyddi smáskilaboðum sjálfvirkt eftir 30 daga um sumarið 2020. Hún var þó óviss um hvenær nákvæmlega hún hefði gert það en var viss um að það hefði verið fyrir minkamálið.

Frétt DR um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert