Samþykktu billjón dala innviðafrumvarp

Biden lagði frumvarpið fram.
Biden lagði frumvarpið fram. AFP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi frumvarp Joes Bidens Bandaríkjaforseta um umfangsmikla innviðauppbyggingu hvað varðar samgöngu- og fjarskiptakerfi Bandaríkjanna. Frumvarpið kallar á útgjöld sem nema um þúsund milljörðum, þ.e. einni billjón, Bandaríkjadala.

Annað frumvarp forsetans var dregið til baka fyrr um kvöldið en það laut að miklum og dýrum breytingum á velferðarkerfinu. Ekki tókst að tryggja meirihluta fyrir því þó svo að Demókratar skipi meirihluta sæta fulltrúadeildarinnar. 

Fyrr um kvöldið var annað frumvarp forsetans um miklar og dýrar breytingar á velferðarkerfinu dregið til baka, þar sem ekki tókst að tryggja meirihluta fyrir samþykkt þess fyrir atkvæðagreiðsluna þrátt fyrir meirihluta Demókrata í fulltrúadeildinni.

Frumvarpið sem var samþykkt snýr að verulegri uppbyggingu í samgöngu- og fjarskiptakerfi Bandaríkjanna. Það snertir t.a.m. vega- og flugsamgöngur, siglingar, lestarkerfið. Þá verður aðgengi fólks að háhraða nettengingu aukið, samkvæmt frumvarpinu, og fjármagn sett í að veita fólki hreint drykkjarvatn. Sömuleiðis kveður frumvarpið á um að komið verði á neti hleðslustöðva fyrir rafbíla á landsvísu. 

mbl.is