21 milljarður dala undir í Twitter-kosningu

Elon Musk á hlutabréf í Teslu sem eru metinn á …
Elon Musk á hlutabréf í Teslu sem eru metinn á meira en 200 milljarða bandaríkjadala og einnig lumar hann á kaupréttum sem munu auka hlut hans í Teslu enn frekar. AFP

Elon Musk forstjóri Tesla hóf í gær kosningu á Twitter þar sem hann spyr fylgjendur sína hvort hann ætti að selja 10% af Tesla hlutabréfunum sínum sem metinn eru á 21 milljarð bandaríkjadala.

Kosningunni líkur næsta klukkutímann og hafa nú 57,2% fylgjenda Musk kosið að hann ætti að selja hlutabréfin sín. Musk hefur tekið það skýrt fram að hann mun fylgja vilja fylgjenda sinna.

Musk ákvað að halda kosninguna sem viðbragð við áætlunum Demókrata í Bandaríkjunum að skattleggja milljarðamæringa á óinnleystum hagnaði.

Musk á hlutabréf í Teslu sem eru metinn á meira en 200 milljarða bandaríkjadala og einnig lumar hann á kaupréttum sem munu auka hlut hans í Teslu enn frekar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert