Bandaríkin opin Evrópubúum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Bandaríkin opna landamæri sín fyrir bólusettum ferðamönnum á miðnætti að staðartíma eftir 20 mánaða ferðabann. 

Ferðabanninu var komið á af þáverandi Bandaríkjaforseta Donald Trump vegna kórónuveirunnar. Bannið náði til yfir 30 ríkja, m.a. Bretlands og ríkja Evrópusambandsins. 

Samkvæmt nýjum reglum munu erlendir ferðamenn þurfa að sýna fram á bólusetningu við Covid-19 áður en þeir ferðast, sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku og veita persónuupplýsingar fyrir smitrakningu. Ferðamenn munu ekki þurfa að fara í sóttkví. 

Bandaríkin munu á miðnætti einnig opna landamæri sín að Mexíkó og Kanada fyrir bólusettum ferðamönnum. 

Evrópusambandið opnaði á ferðalög bólusettra Bandaríkjamanna í júní. Bretland gerði slíkt hið sama í lok júlí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert