Fyrrverandi ráðgjafi Trumps ákærður

Steve Bannon hefur verið ákærður fyrir að bera ekki vitni …
Steve Bannon hefur verið ákærður fyrir að bera ekki vitni og leggja ekki fram gögn sem varpað gætu ljósi á innrásina í þinghúsið í Washington í janúar. AFP

Stephen K. Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var ákærður fyrir tvö lögbrot í dag að því er New York Times greinir frá

Bannon er annars vegar ákærður fyrir að hafa ekki sýnt samstarfsvilja þegar hann neitaði að bera vitni í lögreglurannsókn er varðaði innrás í þinghúsið í Washington í janúar síðastliðnum.

Hins vegar er Bannon ákærður fyrir að hafa ekki lagt fram skjöl sem fulltrúadeildin sóttist eftir við rannsókn málsins. Fjölmargir bandamenn Trumps hafa gert slíkt hið sama en Trump hefur einmitt hvatt til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert