Japönsk prinsessa flutt til New York

Mako, fyrrverandi prins­essa af Jap­an og barna­barn Aki­hitos keis­ara, er flutt frá heimalandinu og til New York þar sem hún hyggst búa með eiginmanni sínum Kei Komuro.

Mako yfirgaf Japan í morgun en mikið fjölmiðlafár ríkti á Hanedo-flugvellinum í Tókýó. Parið svaraði engum fjölmiðlum en ríflega 100 fréttamenn voru á vellinum.

Giftist almúgamanni

Mako afsalaði sér konunglega titlinum eftir að hafa gifst „almúgamanninum“ Komuro sem hún kynntist í háskólanámi. Komuru vinnur á lögfræðistofu í New York en Mako ætlar að leita sér að vinnu þar í borg.

Slúðurblöð hafa mikið fjallað um samband þeirra Mako og Komuros og því meðal annars verið líkt við hjónaband þeirra Meghan Markle og Harrys Bretaprins sem yfirgáfu bresku konungsfjölskylduna. 

Fyrrverandi prinsessa Japans, Mako Komuro, á flugvellinum í morgun.
Fyrrverandi prinsessa Japans, Mako Komuro, á flugvellinum í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert