Varar Rússa við „hernaðarævintýri“

Bandaríkin og önnur Vesturlönd hafa áhyggjur af ferðum rússneska hersins …
Bandaríkin og önnur Vesturlönd hafa áhyggjur af ferðum rússneska hersins við landamæri Úkraínu og hafa varað Mosku við innrás. AFP

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands telur óskynsamlegt að Rússar leggi af stað í eitthvað „hernaðarævintýri“ á landamærum Póllands og Úkraínu en mikil spenna hefur nú byggst upp milli ríkjanna.

„Það sem við þurfum að gera er að tryggja að allir skilji að mistök við landamæri bæði Úkraínu og Póllands gætu reynst afar dýrkeypt,“ sagði Johnson og bætti við að hann teldi það hræðileg mistök ef ríkisstjórn Rússlands teldi sig geta öðlast einhvern ávinning af því að fara í „hernaðarævintýri“ á landamærunum.

Ferðir rússneskra hermanna um landamæri Úkraínu hafa vakið upp áhyggjur meðal Vesturlandanna en stjórnmálamenn í Moskvu hafa m.a. verið sakaðir um að eiga hlut í þeirri flóttamannakrísu sem er nú við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands.

mbl.is