Sér eftir að hafa svipt Harry táningsárunum

Burrow segir að meðal ritstjóra blaðsins hafi verið miklu meiri …
Burrow segir að meðal ritstjóra blaðsins hafi verið miklu meiri áhugi á Harry heldur en á bróður hans Vilhjálmi. Andre Penner

Einkaspæjarinn Gavin Burrows biðst afsökunar á því að hafa gengið svo hart að friðhelgi einkalífs fyrrverandi kærustu Harry Bretaprins, meðan þau voru saman. 

Í heimildarmynd á vegum BBC segir Burrows að fjölmiðlar hafi verið sérstaklega ósvífnir um aldamótin og á fyrsta áratug 21. aldarinnar, en hann starfaði fyrir News of the World. 

News of the World var stærsta sunnudagsblað Bretlands til ársins 2011 þegar útgáfa þess var lögð af í kjölfar þess að upp komst um ólögmæta upplýsingaöflun á borð við símhleranir.

Harry er meðal nokkurra einstakling sem höfðað hafa mál á …
Harry er meðal nokkurra einstakling sem höfðað hafa mál á hendur útgefendum the Sun og the News of the World, vegna ólögmætrar upplýsingaöflunar. AFP

Blöð seldust betur með Harry á forsíðunni

Harry er meðal nokkurra einstaklinga sem höfðað hafa mál á hendur útgefendum the Sun og News of the World, einmitt vegna ólögmætrar upplýsingaöflunar. Útgefendur hafa fallist á takmarkaða ábyrgð síðarnefnda blaðsins en halda því fram að ekkert sé út á vinnubrögð the Sun að setja. 

Burrows segir að meðal ritstjóra blaðsins hafi verið miklu meiri áhugi á Harry heldur en á bróður hans Vilhjálmi og Harry hafi verið kallaður „hin nýja Díana“, eftir móður hans sem var eitt vinsælasta umfjöllunarefni fjölmiðla meðan hún lifði.

Blöð sem skörtuðu mynd af Harry á forsíðunni seldust, að sögn Burrows, enn betur en þegar William var á forsíðunni. 

Harry var kallaður nýja Díana.
Harry var kallaður nýja Díana. LUKE MACGREGOR

Hökkuðu talhólf Davy

Það vaknaði því von um mikinn gróða, þegar Harry byrjaði að hitta stelpu að nafni Chelsy Davy, árið 2004. Burrows segist hafa hakkað talhólfið hennar og fylgst grannt með símanum hennar, en hún var vön að segja vinkonum sínum þegar hún átti stefnumót við prinsinn. 

Áhuginn á Davy varð gífurlegur og Burrows lýsir því hvernig hann náði til sjúkrasögu hennar, fyrrverandi kærasta og hvers kyns smáatriði er lutu að menntun hennar.

Harry og Chelsy Davy árið 2008.
Harry og Chelsy Davy árið 2008. AFP

Einkaspæjarar vinsælir meðal fjölmiðla

Í viðtalinu við BBC segist Burrows iðrast þess hve gráðugur hann var, auk þess hafi hann verið neytandi kókaíns á tímabilinu og ósvífnin hafi verið ríkjandi í starfsgreininni allri. 

„Ég var í hópi þeirra sem rændi Harry táningsárunum og ég sé eftir því.“

Lögmaðurinn, Callum Galbraith, sem fer með mál einstaklinganna gegn útgefanda the Sun og News of the World, segir erfitt að trúa því hve útbreidd notkun einkaspæjara var, meðal fjölmiðla í kringum aldamót 20. og 21. aldarinnar. 

mbl.is