Mannskætt flugslys í Noregi

mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Þrír eru taldir af eftir að lítil flugvél brotlendi rétt fyrir utan bæinn Larvik í Noregi í morgun. Vélin hrapaði í fjalllendi en erfitt hefur verið fyrir björgunarfólk að komast að flaki vélarinnar.

Samkvæmt norskum fjölmiðlum er talið að vélin hafi tilheyrt flugskóla í grendinni en þrír voru um borð.

„Við teljum því miður engar líkur á því að fólk finnist á lífi,“ sagði Tor Eriksen, lögreglustjóri í Larvik, við fjölmiðla.

Orsök slyssins eru óljós.

Larvik er um 130 kílómetra suður af Ósló, höfuðborg Noregs.
Larvik er um 130 kílómetra suður af Ósló, höfuðborg Noregs. Kort/Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert