Sonur morðingja Freyju stígur fram

Alex Mogsensen í heimildarmyndinni.
Alex Mogsensen í heimildarmyndinni. Mynd/Skjáskot

Flemming Mogensen, sem er ákærður fyrir að hafa myrt Freyju Egilsdóttur Mogensen 29. janúar, var skapmikill og lítið þurfti til þess að hann missti stjórn á sér.

Þetta segir sonur hans Alex í nýrri heimildarmynd TV2 Østjylland.

Réttarhöld yfir Mogensen hefjast á morgun en hann játaði við yfirheyrslu lögreglu að hafa myrt Freyju. Árið 1996 hlaut hann tíu ára dóm fyrir að drepa tvítuga barnsmóður sína þegar sonur þeirra, Alex, var aðeins tveggja ára.

Freyja Egilsdóttir Mogensen.
Freyja Egilsdóttir Mogensen.

Alex segist gjarnan vilja vita hvað var á seyði í höfði föður síns áður en hann myrti Freyju, hvort hann hafi skipulagt morðið eða hvort það hafi verið framið í stundarbrjálæði. Einnig segir hann að faðir sinn og Freyja hafi rifist mikið. 

Tveimur vikum áður en Freyja dó spurði Alex hana hvort hún væri hrædd við föður hans og sagðist hún ekki vera það. Það var síðan 1. febrúar sem Alex fékk símtal frá systur Freyju um að hún væri týnd. mbl.is