Nýja-Sjáland áfram lokað

Íbúar í Auckland á Nýja-Sjálandi í Covid-prófi.
Íbúar í Auckland á Nýja-Sjálandi í Covid-prófi. AFP

Nýja-Sjáland verður áfram lokað útlendingum, næstu fimm mánuðina að minnsta kosti. Chris Hipkins, ráðherra Covid-viðbragðsmá­la á Nýja-Sjálandi, greindi frá þessu í morgun að staðartíma.

Fullbólusettir Nýsjálendingar í Ástralíu fá að snúa heim frá miðjum janúar, ef þeir eru bólusettir.

Íbúar annarra ríkja þurfa hins vegar að bíða til 30. apríl með að fara til Nýja-Sjálands. Ferðalangar munu þurfa að fara í sjö daga sóttkví við komuna til landsins.

Áður hafði verið greint frá því að stefnt er að því að aflétta útgöngubanni í Auckland, einni stærstu borg Nýja-Sjá­lands, í næsta mánuði. Útgöngu­bann hef­ur verið í gildi í borg­inni vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins í þrjá og hálf­an mánuð.

mbl.is