Sak­felldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery

William Bryan, einn hinna sakfelldu.
William Bryan, einn hinna sakfelldu. AFP

Þremenningarnir sem voru sakaðir um að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana í Georgíuríki í Banda­ríkj­un­um voru sakfellldir af kviðdómi í dag.

BBC greinir frá. 

Greg­ory McMichael, 65 ára, son­ur hans Tra­vis, 35 ára, og ná­granni þeirra, hinn 52 ára gamli William Bry­an, voru sakfelldir í dag fyrir morðið á Arbery sem og stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu.

Fyrir utan réttarhöldin.
Fyrir utan réttarhöldin. AFP

Feðgarnir Travis og Gregory McMichael  höfðu elt Arbery er hann var úti að hlaupa í Brunswick í Georgíu í Banda­ríkj­un­um í fe­brú­ar í fyrra. Þeir sögðust telja að Arbery hefði átt þátt í inn­brot­um í hverf­inu. Nágranni þeirra William Bryan tók upp skotárásina.

mbl.is