Unnusti Gabby Petito svipti sig lífi

Brian Laundrie, til vinstri.
Brian Laundrie, til vinstri. AFP

Brian Laundrie, unnusti bandaríska lífsstílsbloggarans Gabby Petito, svipti sig lífi að því er kemur fram í yfirlýsingu frá lögmanni fjölskyldu hans.

BBC greinir frá.

Laundrie kom heim úr ferðalagi í september án unnustu sinnar Gabby og skömmu síðar fannst lík hennar í Wyomingríki. Hún hafði verið myrt og hóf lögregla rannsókn þegar í stað þar sem öll spjót beindust að Laundrie.

Gabby Petito.
Gabby Petito. AFP

Hans var leitað í um mánuð áður en lík hans fannst í Flórída síðla októbermánaðar. Málið allt hefur vakið heimsathygli.

„Chris og Roberta Laundrie hafa verið gefnar þær upplýsingar að dánarorsök hafi verið skotsár … og að þetta hafi verið sjálfsáverkar,“ sagði lögmaðurinn í yfirlýsingu sinni.

mbl.is