Sex látnir eftir slys í námu

AFP

Að minnsta kosti sex eru látnir eftir slys í kolanámu í Síberíu. Sergei Tsivilev, borgarstjóri Kemerovo, greindi frá slysinu.

Hann sagði að alls hefðu 285 verið inni í námunni þegar slysið varð.

Af þeim væru 49 enn fastir inni og ekki hægt að ná sambandi við þá.

Samkvæmt frétt AFP hefur ekki verið greint frá því hvað gerðist nákvæmlega en einhverjir mannanna sem komust út eru með reykeitrun.

mbl.is