Aflýsa fundi með Bretum eftir bréf Johnson

Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands.
Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands. AFP

Innanríkisráðherra Frakklands hefur aflýst fyrirhuguðum fundi með breska innanríkisráðherranum, Priti Patel, eftir að forsætisráðherra Bretlands óskaði eftir því að Frakkar tækju aftur við flóttafólki sem færi yfir Ermarsundið til Bretlands.

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, skrifaði Emm­anu­el Macron, for­seta Frakk­lands, bréf þar sem hann ósk­ar eft­ir því að frönsk stjórn­völd taki þegar í stað við öll­um því flótta­fólki sem kom til Eng­lands eft­ir að hafa siglt yfir Ermar­sund. Að minnsta kosti 27 flótta­menn drukknuðu í gær skammt und­an strönd Cala­is í Frakklandi, sem er eitt mann­skæðasta sjó­slys sem þar hef­ur orðið. 

Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, segir Frakka hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa kröfu og opinber birting bréfsins hefði gert málið enn verra.

Málið þykir hið viðkvæm­asta fyr­ir leiðtog­ana, en mjög hef­ur færst í vöxt að flótt­fólk og hæl­is­leit­end­ur reyni að kom­ast yfir Ermar­sundið, þ.e. frá Frakklandi yfir til Bret­lands. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert