ESB hvetur til ferðabanns

Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvetur aðildarríki ESB til að stöðva áætlunarflug til og frá suðurhluta Afríku vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem þar hefur greinst. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem  Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar sendi frá sér í dag. Segir þar að stöðva eigi allar flugferðir til þessara landa þar til ljóst verði hvaða hætta geti stafað af nýja veiruafbrigðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert