Ætlaði að koma unnustanum á óvart

Meðlimir aðgerðasamtaka sem styðja við bakið á flóttafólki skrifa nöfn …
Meðlimir aðgerðasamtaka sem styðja við bakið á flóttafólki skrifa nöfn sín á blað til minningar um fórnarlömbin. AFP

24 ára kúrdísk kona frá norðurhluta Íraks er fyrsta fórnarlambið til að vera nafngreint af þeim sem drukknuðu í Ermarsundi í vikunni.

Maryam Nuri Mohamed Amin var ein þeirra 27 sem drukknuðu er þeir reyndu að komast yfir til Bretlands á miðvikudag.

Unnusta hennar, sem býr í Bretlandi, sagði BBC að hún hafi sent honum skilaboð þegar loftið tók að fara úr bát hennar. Hún reyndi að telja honum trú um að þeim yrði bjargað.

En hjálpin barst of seint og hún og 17 menn, sex aðrar konur, þar af ein sem var ófrísk, og þrjú börn létust eftir að uppblásni báturinn sökk undan ströndum norðurhluta Frakklands.

Aðeins tveir komust lífs af, Íraki og Sómali. Mörg ár eru síðan jafnmargir létust við að reyna að komast yfir Ermarsundið.

Vissi ekki af bátsferðinni

Unnustinn sagði að Maryam, sem var kölluð Baran, hafi verið um borð í bátnum ásamt konu sem var skyld henni. Hann vissi ekki af því að hún ætlaði að reyna að komast yfir Ermarsund og ætlaði hún að koma honum á óvart með komu sinni til Bretlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert