Aftur jafnt í heimsmeistaraeinvíginu

Frá einvíginu í dag.
Frá einvíginu í dag. AFP

Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, og hinn rússneski Ian Nepomniachtchi gerðu jafn­tefli í annarri ein­víg­is­skák þeirra um heims­meist­ara­titil­inn í skák í dag en ein­vígi þeirra fer fram í Dúbaí í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um.

Hafa þar með báðar einvígisskákir þeirra endað með jafntefli, en þeir munu tefla 14 einvígisskákir, nema annar þeirra nái 7½ vinn­ingi áður en 14 skák­um er lokið. Verði jafnt eftir 14 skákir verður teflt til þrautar 15. desember með skemmri umhugsunartíma. 

Carlsen var með hvítt í skákinni í dag, og telfdi hann drottningarpeðinu fram. Nepomniachtchi svaraði með indverskum leik og þróaðist skákin yfir í svonefnda Katalan-byrjun. Mikið jafnræði var með þeim alla skákina og endaði hún á hróksendatafli sem leiddi til jafntefli. 

Næsta skák fer fram á morgun, sunnudag. 

Heimasíða einvígisins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert