Fyrsta tilfelli Ómíkron í Tékklandi

Myndin tengist ekki fréttinni.
Myndin tengist ekki fréttinni. AFP

Fyrsta tilfellið af Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hefur greinst í Tékklandi, þetta staðfesta forsvarsmenna borgarspítalans í tékknesku borginni Liberec.

Konan sem greindist er ný kominn heim frá Namibíu og ferðast í gegnum Suður Afríku og Dúbaí til þess að komast heimleiðis. Konan er bólusett og er með væg flensueinkenni.

Fyrsta tilfellið Ómíkron í Evrópu greindist í Belgíu í gær og hafa nú fjölmörg lönd í Evrópu tilkynnt um Ómíkron smit, til dæmis hefur afbrigðið greinst í Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi og Bretlandi.

mbl.is