Fyrsta tilfelli Ómíkron í Þýskalandi

Fyrsta tilfelli nýja afbrigðis kórónuveirunnar, Ómíkron, greindist í Þýskalandi í …
Fyrsta tilfelli nýja afbrigðis kórónuveirunnar, Ómíkron, greindist í Þýskalandi í dag. AFP

Fyrsta tilfelli nýja afbrigðis kórónuveirunnar, Ómíkron, greindist í Þýskalandi í dag. Afbrigðið greindist fyrst í Suður-Afríku en einstaklingurinn sem er sýktur var nýkominn þaðan.

Að sögn Kai Klose, félagsmálaráðherra í þýska ríkinu Hasse, er einstaklingurinn í einangrun og er verið að raðgreina smitið. 

Fyrsta smit Ómíkron í Evrópu greindist í Belgíu í gær í óbólusettum einstaklingi sem kom til landsins frá Egyptalandi 11. nóvember. 

Heil­brigðis­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins hefur varað við því að afbrigðið hafi í för með sér „mikla til mjög mikla“ hættu fyr­ir Evr­ópu. Stofnun hefur því ráðlagt ríkjum Evrópusambandsins að takmarka ferðir frá sunnanverðri Afríku.

mbl.is