Hjólaði í hríðum á fæðingardeildina

Þingkonan er mikill talsmaður vistvænna samgangna.
Þingkonan er mikill talsmaður vistvænna samgangna. Ljósmynd/Facebook

Nýsjálenska þingkonan Julie Anne Genter bjóst ekki við að hún myndi hjóla á fæðingardeildina en það gerði hún nú samt þegar hún fékk hríðir um miðja nótt. Klukkutíma síðar kom barnið í heiminn. BBC greinir frá.

Þingkonan er þekktur talsmaður vistvænna samgangna á Nýja Sjálandi og situr fyrir græningjaflokkinn þar í landi.

Genter sagði hríðirnar verið orðnar ansi slæmar þegar hún mætti …
Genter sagði hríðirnar verið orðnar ansi slæmar þegar hún mætti á spítalann 10 mínútum seinna. Ljósmynd/Facebook

„Samdrættirnir voru ekkert það slæmir þegar við lögðum af stað klukkan 2 um nótt á spítalann. Þrátt fyrir að þeir væru á tveggja til þriggja mínútna fresti og farnir að verða ansi slæmir þegar við mættum 10 mínútum síðar,“ sagði Genter í facebookfærslu eftir fæðinguna en eiginmaður hennar hjólaði með henni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Genter gerir slíkt en hún tók svipaðan hjólatúr fyrir þremur árum, þá ráðherra.

Færslu þingkonunnar má sjá hér:

mbl.is