Fordæmir ferðabönn á Suður-Afríku

Ramaphosa á fána á baki manns á kjördegi í Suður-Afríku.
Ramaphosa á fána á baki manns á kjördegi í Suður-Afríku. AFP

Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, hefur fordæmt ferðabann sem sett hefur verið gegn landi hans og nágrannaríkjum vegna nýja kórónuveiru-afbrigðisins Ómíkron. BBC greinir frá. 

Ramaphosa sagðist hafa orðið fyrir „miklum vonbrigðum“ með aðgerðina, sem hann sagði óréttmæta, og kallaði eftir því að bönnunum yrði aflétt. Bretland, ESB og Bandaríkin eru meðal þeirra sem hafa sett á ferðabann gagnvart Suður-Afríku. 

Ómíkron-afbrigðið hefur verið flokkað sem afbrigði sem veldur verulegum áhyggjum af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO). Fyrstu vísbendingar benda til þess að meiri hætta sé á endursýkingu með afbrigðinu.

Ómíkron, sem er mikið stökkbreytt afbrigði, greindist í Suður-Afríku fyrr í þessum mánuði og var síðan tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) síðastliðinn miðvikudag.

Afbrigðið ber ábyrgð á flestum sýkingum sem finnast í fjölmennasta héraði Suður-Afríku, Gauteng, síðustu tvær vikurnar og er nú til staðar í öllum öðrum héruðum landsins.

Í morgun varð Japan nýjasta landið til að grípa til harðra landamæratakmarkana og bannaði öllum útlendingum að koma til landsins frá 30. nóvember.

mbl.is