Segir einkenni Ómíkron „mjög væg“

Frá Tembisa sjúkrahúsinu í Jóhannesarborg, Suður-Afríku.
Frá Tembisa sjúkrahúsinu í Jóhannesarborg, Suður-Afríku. AFP

Einkenni Ómíkron-afbrigðisins eru væg að sögn dr. Angelique Coetzee, suðurafríska læknisins sem varð fyrst vör við afbrigðið.

Dr. Coetzee sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að eins og er hefðu sjúklingar með þetta afbrigði kórónuveirunnar „mjög væg einkenni“, en að ekki væri enn vitað hversu alvarlegur sjúkdómurinn væri fyrir viðkvæma einstaklinga.

Öll með væg einkenni

Dr. Coetzee fékk til sín sjúkling á fertugsaldri sem sagðist hafa verið einstaklega þreyttur síðustu daga og væri með beinverki, örlítinn hausverk, kitlaði í hálsinn en væri annars ekki með hósta og hefði ekki misst bragðskynið. Þótti henni einkennilegt að einstaklingurinn væri að glíma við þessi einkenni og ákvað því að hann færi í sýnatöku.

Einstaklingurinn og aðrir fjölskyldumeðlimir greindust öll jákvæð. Öll þeirra voru með mjög væg einkenni.

Lét hún þá viðeigandi aðila vita að ekki væri allt með felldu og að einkenni sjúklinga hennar pössuðu ekki við Delta-afbrigðið. Kom síðan í ljós að sjúklingarnir væru með hið svokallaða Ómíkron-afbrigði.

Viðtalið má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is