Fyrsta tilfelli Ómíkron greint í Japan

Fyrsta tilfelli Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar greindist á flugvelli í Japan í …
Fyrsta tilfelli Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar greindist á flugvelli í Japan í dag. AFP

Fyrsta tilfelli Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar greindist í Japan í dag, aðeins einum degi eftir að yfirvöld þar í landi kynntu nýjar takmarkanir á landamærunum vegna faraldursins.

Um er að ræða karlmann á þrítugsaldri sem var nýkominn til landsins frá Namibíu þegar hann greindist smitaður, að því er Hirokazu Matsuno, talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar, greindi frá á blaðamannafundi í dag.

„Þetta er fyrsta tilfellið sem hefur verið staðfest í Japan,“ sagði hann og bætti því við að hinn smitaði sé nú í einangrun á sjúkrastofnun.

Maðurinn greindist í reglubundinni skimun á flugvellinum við komuna til landsins, aðeins einum degi eftir að sóttvarnarreglur á landamærum Japans voru hertar á ný.

Samkvæmt nýju reglunum hafa einungis japanskir ríkisborgarar og erlendir ríkisborgarar Japans heimild til þess að ferðast til landsins, með fáum undantekningum, og þurfa þeir sem koma frá áhættusvæðum að sæta þriggja til tíu daga langa sóttkví eftir komuna til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert