Þrír nemendur látnir eftir skotárás

Hinn grunaði var handtekinn innan við fimm mínútna frá fyrsta …
Hinn grunaði var handtekinn innan við fimm mínútna frá fyrsta neyðarlínu símtalinu, sagði lögreglan.

Þrír nemendur eru látnir og sex særðir, þar á meðal kennari, eftir skotárás í menntaskóla í bænum Oxford í Michigan.

Fimmtán ára nemandi var handtekinn og lagt var hald á skammbyssu eftir skotárásina, sagði lögreglustjórinn í Oakland-sýslu í yfirlýsingu.

„Það var enginn mótþrói við handtökuna og hinn grunaði hefur beðið um lögmann og ekki gefið neinar yfirlýsingar um ástæðu,“ sagði embætti sýslumanns.

Yfir 100 neyðarlínusímtöl

Oxford er lítill bær um 65 kílómetra norður af Detroit. Lögreglan segist hafa fengið meira en 100 neyðarlínusímtöl eftir hádegi og að árásarmaðurinn hafi hleypt af um 15 til 20 skotum á um það bil fimm mínútum úr hálfsjálfvirkri skammbyssu.

Hinn grunaði var handtekinn innan við fimm mínútum frá fyrsta neyðarlínusímtalinu að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert