Blinken og Lavrov funda í Stokkhólmi

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar …
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar þeir funduðu í Hörpu fyrr á árinu. AFP

Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisríkisráðherra Rússlands, munu hittast í Stokkhólmi á morgun til þess að ræða spennu sem hefur ríkt á landamærum Rússlands og Úkraínu, samkvæmt yfirlýsingu frá Hvíta húsinu. 

Fundur ráðherranna mun fara fram á sama tíma og fundur Öryggis- og samvinnustofnunnar Evrópu og eftir fund með Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. 

mbl.is