Tugir þúsunda heimila enn án rafmagns

Þúsundir manns eru án rafmagns eftir óveðrið.
Þúsundir manns eru án rafmagns eftir óveðrið. AFP

Tugir þúsunda heimila í Skotlandi og Norður-Englandi eru enn án rafmagns, fimmta daginn í röð, eftir eitt öflugasta óveður á svæðinu í áratugi.

Óveðrið Arwen, sem skall á svæðinu seint á föstudag og hafði í för með sér að þrír létust, sló upphaflega út rafmagn fyrir hundruð þúsunda heimila eftir að vindhviður skullu á sem voru á rúmega 44 metra hraða á sekúndu.

Þeir sem lét­ust urðu fyr­ir trjám sem féllu á þá í Skotlandi, Norður-Írlandi og Norðvest­ur-Englandi. 

Í gærmorgun höfðu verkfræðingar tengt 97 prósent af heimilum aftur við rafmagn, en um 30 þúsund eru enn án rafmagns, samkvæmt samtökum orkuneta á staðnum sem sögðu einnig að einhver heimili mættu búast við því að fá ekki rafmagn fyrr en í lok vikunnar.

Slíkur vindhraði aðeins mælst tvisvar í 25 ár

„Við erum með ótrúlega flott teymi verkfræðinga sem hafa unnið allan sólarhringinn síðustu daga við að koma þessu í lag. Umfang endurreisnarátaksins sem verkfræðingar standa frammi fyrir er gríðarlegt,“ sagði viðskiptaráðherrann Kwasi Kwarteng við þingmenn og bætti við að vindhraðinn sem mældist „hafi aðeins sést tvisvar á síðustu 25 árum“.

„Við verðum að vera viðbúin álíka erfiðum veðurskilyrðum í framtíðinni. Við verðum að ganga úr skugga um að kerfið okkar sé í lagi,“ bætti Kwarteng við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert